Stórskemmtilegur og fræðandi fyrirlestur með Önnu Steinsen stjórnenda- og heilsumarkþjálfa. Anna fjallar um hvernig líkamstjáningin og viðhorfið getur haft áhrif á líðan og árangur.
Anna Guðrún Steinsen starfar sem stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi, fyrirlesari og þjálfari, eigandi www.kvan.is og jógakennari.
Síðastliðin 12 ár hefur Anna séð um rekstur á námskeiðum fyrir ungt fólk og hafa yfir 5000 ungmenni útskrifast. Hún hefur þjálfað og veitt ráðgjöf fyrir fyrirtæki eins og Dale Carnegie, BMW (Asíu, N-Ameríku og Evrópu), Deloitte, Samskip, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbanka, Landsvirkjun og fleiri. Anna er gift, á fjögur börn og hund og býr í Kópavogi.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri.
Léttar veitingar í boði og spjall á eftir.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Emblna