Emblur er félagsskapur kvenna sem hafa útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Félagið var stofnað 11. október árið 2007. Nafnið Embla hefur skírskotun í MBA en Embla er einnig nafn fyrstu konunnar samkvæmt norrænni goðafræði.

Markmið félagsins er að efla tengslanet kvenna. Með markvissri dagskrá, fræðslu og vettvangi til umræðna erum við að nýta krafta þeirra öflugu kvenna sem útskrifast hafa með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Emblum gefst tækifæri á að sækja allt að 5 viðburði árlega sem eru skipulagðir í formi fyrirlestra eða fræðslu. Einn atburður byggir sérstaklega á því að konurnar hittist og efli tengslin sín á milli og er einskonar árshátíð félagsins.

Leitast er við að skipuleggja dagskrá sem er sérsniðin að Emblum með einum eða öðrum hætti. Leitast er við að benda Emblum á hvað er nýtt í fræðunum og hvernig skólinn er að nálgast MBA námið hverju sinni.

Með þátttöku þinni sem Embla hefur þú aðgang að:

  • öflugara tengslaneti
  • aukinni fræðslu
  • spennandi atburðum
  • nytsamlegum upplýsingum
  • hvatningu
  • skemmtilegum félagsskap
  • uppbyggingu og metnaði