Félagið Emblur var stofnað 11. október árið 2007 af frumkvöðlum sem sáu hag sinn í að tengjast fleiri konum með sambærilega menntun frá HR. Félagið var hugsað til að auka tengslanet kvenna með MBA gráðu frá Háskólanum en jafnframt til að skapa vettvang fyrir konur til að hittast og fara yfir það nýjasta í fræðunum hverju sinni.

Hlutverk félagsins er að auka veg og virðingu MBA kvenna með jákvæðni og gleði að leiðarljósi.

Tilgangur félagsins er að nýta krafta öflugra MBA kvenna og miðla reynslu og þekkingu.

Markmið félagsins er:

  • Að efla Emblur sem leiðtoga
  • Að styrkja tengslanet Emblna
  • Að auka fræðslu til Emblna

En fyrst og fremst að koma saman og hafa gaman.