Lög félagsins EMBLUR – félags MBA kvenna frá Háskólanum í Reykjavík


I. Kafli – Félagið og aðsetur

1.gr.
EMBLUR er félag MBA kvenna frá Háskólanum í Reykjavík. Aðsetur félagsins
er í Reykjavík.
2. gr.
EMBLUR eru frjáls félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða.

II. Kafli – Hlutverk og markmið
3. gr.
Hlutverk félagsins er að auka veg og virðingu MBA kvenna frá Háskólanum í Reykjavík með jákvæðni og gleði að leiðarljósi.
Markmið félagsins er:
– Að efla Emblur sem leiðtoga
– Að styrkja tengslanet Emblna
– Að auka fræðslu til Emblna

III. Kafli –  Félagsaðild
4. gr.
Félagsmaður getur hver sú kona orðið sem hlotið hefur MBA prófgráðu frá Háskólanum í Reykjavík og konur sem stunda MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Félagskonur sem hafa greitt félagsgjöld teljast fullgildir meðlimir í félaginu og skal halda félagaskrá yfir félagskonur.
5. gr.
Stjórn félagsins leggur til á aðalfundi félagsgjöld næsta árs. Markmið félagsgjalda er að standa straum af þeim kostnaði sem fellur til auk þess að greiða niður atburði á vegum félagsins.
6. gr.
Stjórn félagsins getur útnefnt heiðursfélaga, einstaklinga sem leyst hafa af
hendi mikilsverð störf fyrir félagið.
7. gr.
Stjórn félagsins getur vikið félagsmanni úr félaginu ef henni þykja efni standa
til, en hann getur borið mál sitt undir almennan félagsfund.

IV. Kafli – Aðalfundur
8. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur skal haldinn einu sinni á ári fyrir lok maí ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með bréfi eða með tölvupósti eða auglýsa á annan tryggilegan hátt með minnst 15 daga fyrirvara. Í fundarboði skal auglýsa eftir lagabreytingatillögum til aðalfundar. Stjórn ber að senda dagskrá fundarins og þær tillögur sem fram hafa komið til félagskvenna með minnst 7 dögum fyrir áður boðaðan fund.
9. gr.
Aðalfundur er lögmætur ef til hans er löglega boðað. Með útsendri dagskrá aðalfundar skal gera grein fyrir því hvaða konur gangi úr stjórn á aðalfundinum. Fundarboði skal fylgja kynning á þeim félagskonum sem gefa kost á sér í laus stjórnarsæti fyrir þau framboð sem fram eru komin. Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi eiga þær félagskonur er mættar eru á fundinn og staðið hafa skil á félagsgjaldi yfirstandandi starfsárs. Meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi nema annars sé getið í lögum þessum.
10. gr.
Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:
– Kosning fundarstjóra og fundarritara
– Skýrsla um störf félagsins á liðnu starfsári.
– Reikningar síðastliðins árs lagðir fram til samþykktar
– Lagabreytingar.
– Kosning stjórnar.
– Kosning endurskoðanda eða skoðunarmanns.
– Ákvörðun félagsgjalds
– Önnur mál.

V. Kafli – Stjórn
11. gr.
Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda og sér um að framfylgja samþykktum aðalfundar og lögum félagsins. Stjórn félagsins skal skipuð sjö konum kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega á aðalfundi en að öðru leiti mun stjórn félagsins skipta með sér verkum. Gjaldkeri og ritari félagsins skulu valin til eins árs í senn. Stjórnarkjöri skal hagað þannig að annað hvert ár eru kosnar 3 nýjar stjórnarkonur en hitt árið þrjár stjórnarkonur og formaður. Gangi stjórnarkona úr stjórn á fyrra ári kjörtímabilsins skal kjósa nýja stjórnarkonu í hennar stað á næsta aðalfundi til eins árs. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað.

VI. Kafli – Fjármál
12. gr.
Reikningsár félagsins skal vera frá 1. apríl – 31 mars. Reikninga félagsins skal
leggja fyrir aðalfund til samþykktar. Formaður og gjaldkeri hafa prókúru á
reikninga félagsins. Gjaldkeri félagsins heldur utan um bókhaldið, hefur 
eftirlit með fjármálum félagsins og gengur frá ársuppgjöri. Reikninga
félagsins skal leggja fyrir aðalfund til samþykktar.
13. gr.
Á aðalfundi skal kjósa endurskoðanda eða skoðunarmann.
14.gr.
Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins, öðrum en þeim sem aðalfundur
ákveður, með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Hún tekur nánari 
ákvarðanir um starfsemi félagsins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Hún 
skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðilum og er undirskrift formanns og
 gjaldkera nægileg til þess. 
Gerðir stjórnarinnar skulu bókaðar.

VII. Kafli – Slit
15.gr.
Félaginu EMBLUR verður ekki slitið nema á aðalfundi og þá aðeins að 4/5
atkvæðisbærra félagsmanna samþykki þá ráðstöfun. Við félagsslit skal
 skipa 3 fulltrúa í sérstaka skilanefnd og eru framkvæmdastjórar jafnframt 
formenn skilanefndar. Við slit renna fjármunir félagsins skulu renna til
 MBA deildar Háskólans í Reykjavík.

VIII. Kafli – Lagabreytingar og gildistaka
16.gr.
Lögum þessum má breyta á aðalfundi félagsins og skal auglýsa þær breytingar sem bera á upp með minnst 7 daga fyrirvara. Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 greiddra atkvæða.
17.gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á aðalfundi félagsins 9. maí 2014.