Gunnur Helgadóttir er Embla ársins 2018

19. Jun 2018

Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistor, var valin Embla ársins 2018. Gunnur Helgadóttir hlýtur viðurkenninguna fyrir að hafa sýnt framúrskarandi árangur sem kraftmikill stjórnandi, og fyrir bjartsýni og elju í starfi. Störf hennar sem framkvæmdastjóri Vistor eru eftirtektarverð og öðrum Emblum svo sannarlega til fyrirmyndar.

Emblur er félagsskapur kvenna sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnur útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 en þar að auki er hún með BSc próf í hjúkrun frá Háskóla Íslands.

Gunnur hóf störf hjá Vistor árið 2003, og tók hún síðan við starfi framkvæmdastjóra árið 2012. Vistor hefur staðið styrkleikamat Creditinfo í mörg ár, ásamt því að hafa hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki ársins og jafnlaunavottun PWC. Gunnur segir að það séu forréttin að fá tækifæri til að stýra fyrirtæki eins Vistor því þar sé mannauður mikil og gaman að ná árangri með öflugu fólki.

Gunnur Helgadóttir er fyrirmynd þeirra kvenna sem ekki gefast upp, sækja fram af þrautseigju, og leggja áherslu á að jafna hlut kvenna og karla í starfi.

Stjórn Emblna þakkar Gunni fyrir þann styrk sem hún veitir öðrum konum með störfum sínum, stöðuleika og krafti.