Konur og karlar í forystu atvinnulífs á Íslandi

18. Sep 2016

Hér má lesa fróðlega skýrslu um niðurstöður rannsókna um konur og karla sem stjórnendur og stjórnarfólk í íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið er að í september 2013 tóku gildi lög um 40% lágmarks hlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. Fjallað er um viðhorf og reynslu kvenna og karla í stjórnum og sem æðstu stjórnendur. Meginhluti skýrslunnar greinir frá niðurstöðum þriggja verkefna: Kynjajafnrétti við stjórn atvinnulífsins: stefna, þróun og áhrif sem styrkt er af RANNÍS 2014-2017, Alþjóðlegu viðhorfskönnuninni (ISSP) frá árinu 2013 og loks skýrslu KPMG og Háskóla Íslands sem nefnist Könnun meðal stjórnarmanna (2013). Bakgrunnur stjórnarmanna og störf stjórna. Skýrslan er unnin fyrir hönd MARK Miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands af Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur, Laufeyju Axelsdóttur, Sunnu Diðriksdóttur og Þorgerði Einarsdóttur.

Lesa skýrslu

konur og karlar í forystu atvinnulífs